Bárður á heimleið

Deila:

Hinn nýi Bárður SH er nú á heimleið. Hann kom við í Þórshöfn í Færeyjum í byrjun vikunnar á leiðinni frá Danmörku og er áætlað að hann farið þaðan í dag. Hann er því væntanlegur til landsins seinnipart vikunnar.

Eins og áður hefur komið fram er Bárður stærsti plastbátur sem smíðaður hefur verið til fiskveiða fyrir íslenska útgerð. Hann er 26,9 metra langur og 7 metra breiður. Búinn til veiða í nót og snurvoð.

Báturinn var smíðaður í dönsku skipasmíðastöðinni Bredegaard og hefur afhendingu hans seinkað um marga mánuði. Hinn nýi Bárður mun leysa af hólmi eldri bát með sama nafni, sem er 15 metra langur. Eigandi bátsins og útgerðarmaður er Pétur Pétursson.

 

Deila: