Tæplega þriðjungi minni afli

Deila:

Afli íslenskra fiskiskipa í nóvember var 69,5 þúsund tonn sem er 29% minni afli en í sama mánuði árið 2018. Samdrátturinn er aðallega vegna minni uppsjávarafla sem var tæp 26 þúsund tonn en það er 48% minni afli en í nóvember 2018. Meginuppistaða uppsjávaraflans var síld, eða rúmlega 18 þúsund tonn. Botnfiskafli var 41 þúsund tonn og dróst saman um 9%, þar af var þorskafli tæplega 26 þúsund tonn. Flatfiskafli var 1.334 tonn og skelfiskafli rúmlega 937 tonn.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá desember 2018 til nóvember 2019 var 1.041 þúsund tonn sem er 18% minni afli en á sama tímabili ári áður.

Afli í nóvember, metinn á föstu verðlagi, var 19,8% minni en í nóvember 2018.

Fiskafli
  Nóvember Desember-nóvember
2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 98,7 79,2 -19,8
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 97.814 69.454 -29 1.272.618 1.041.475 -18
Botnfiskafli 45.561 41.406 -9 485.643 479.891 -1
Þorskur 26.262 25.810 -2 277.519 273.562 -1
Ýsa 5.896 4.619 -22 47.909 58.318 22
Ufsi 7.337 4.456 -39 66.575 64.216 -4
Karfi 4.586 4.195 -9 59.838 51.760 -13
Annar botnfiskafli 1.479 2.326 57 33.803 32.035 -5
Flatfiskafli 1.520 1.334 -12 27.283 22.297 -18
Uppsjávarafli 49.874 25.776 -48 747.154 528.991 -29
Síld 36.249 18.584 -49 124.371 138.982 12
Loðna 0 0 186.333 0
Kolmunni 13.612 7.191 -47 300.847 261.933 -13
Makríll 13 1 -93 135.603 128.076 -6
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 0 91
Skel-og krabbadýraafli 859 937 9 12.538 10.293 -18
Annar afli 0 0 -100 0 3

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

 

Deila: