Kolmunnakvóti Færeyinga verður 412. 697 tonn

Deila:

Sjávarútvegráðherra Færeyja hefur ákveðið veiðiheimildir í kolmunna og norsk-íslenskri síld fyrir næsta ár. Færeyskum skipum verður heimilt að veiða 412.697 tonn af kolmunna og 115.893 tonn af norsk-íslensku síldinni.

Kolmunnakvótinn miðast við 38,6% af leyfilegum heildarafla, sem strandríkin önnur er Ísland, hafa sett sér og er þá miðað við heildarveiði  upp á 1.069.163 tonn eftir að dregin hafa verið frá 92.452 tonn, sem ætluð eru Íslendingum Færeyingum og Rússum. Það er samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins, Færeyja og Noregs, sem haldið hafa Íslendingum utan samkomulags um veiðarnar og skiptingu heildarafla milli landanna.

Síldarkvóti Færeyinga er 22,05% samþykkts heildarafla, sem er 525.594 tonn. Reglugerðir um veiðarnar verða gefnar út síðar.

 

Deila: