Eimskip kolefnisjafnar allan búslóðaflutning ársins 2021

Deila:

„Líkt og undanfarin ár var 2021 viðburðaríkt ár hjá búslóðaflutningateymi Eimskips. Nám erlendis, spennandi störf, ævintýraþrá eða fjölskyldutengingar eru nokkrar ástæður þess að fólk ákveður að flytjast búferlum og koma sér fyrir í öðru landi en auk þess snúa margir aftur heim til Íslands, ár hvert, eftir dvöl erlendis.“

Svo segir í færslu á heimasíðu Einskips og segir svo ennfremur:

„Að mörgu þarf að huga við búslóðaflutninga og það er gríðarlega mikilvægt að flutningarnir séu vel skipulagðir áður en til þeirra kemur. Sérfræðingar okkar aðstoða með ánægju alla þá sem leita til Eimskips varðandi búslóðir og leggja metnað sinn í að finna hentugustu flutningalausnirnar hverju sinni.

Nú hefur Eimskip reiknað út kolefnisfótspor búslóðaflutninga fyrir árið 2021 og hefur, í gegnum Kolvið, kolefnisjafnað allan búslóðaflutning ársins.  Alls er um að ræða yfir þúsund tré sem munu dafna í skógum Íslands um ókomin ár.“ 

Hægt er að reikna út kolefnisfótspor flutninga Eimskips með kolefnisreiknivélinni okkar og allar upplýsingar um búslóðaflutninga má finna á vefsíðunni okkar, eimskip.is.

Deila: