Helmingur loðnukvótans veiddur

Deila:

Nú hafa veiðst 353.262 tonn af loðnu af 662.064 eða um 52.2% af heildarkvótanum.  
Aflahæsta skip vertíðarinnar er Börkur NK-122 með 26.381 tonn upp úr sjó í 12 löndunum.
Áætluð verðmæti fyrir loðnuvertíðina hingað til eru um 190.6m USD. Þetta kemur fram í Loðnufréttum en þar segir ennfremur:

„Eins og áður hefur verið nefnt þá er verðmætasta tímabil loðnuveiðanna að hefjast. Undanfarin vika markaði upphafið að okkar fyrsta loðnustríði við Norðmenn en allt bendir til að Ísland muni ekki leyfa Norðmönnum að veiða lengur en 22.febrúar. Síðustu tölur sýna að Norðmenn hafi veitt 64.416t af 145.382t og því rúmlega 80.966t sem frændur okkar þurfa að veiða á næstu 4 dögum. Ef við gefum okkur að meðalveiði verði 4300t á dag (meðaltal undanfarinnar viku), fína spá og sömu meðalveiði þá getum við áætlað að landað verði 17.200t í viðbót og um 63.766t skili sér aftur til Íslendinga. Þó skal bent á að enn á Hafró eftir að bera upp stóra dóm sinn um mögulega skerðingu sem gæti komið til lækkunar.“ 

Meiri tölfræði og allar upplýsingar um veiðina eru á www.lodnufrettir.is 

Deila: