Gaflari í húð og hár

Deila:

Maður vikunnar nú byrjaði á sjó síðutogaranum Maí hjá Svavari Benediktssyni. Honum finnst lambakjöt gott og langar í frí til Eyja.

Nafn:

Þorsteinn Eyjólfsson.

Hvaðan ertu?

Gaflari í húð og hár fæddur á Sólvangi.

Fjölskylduhagir?

Giftur henni Valdísi minni og við eigum tvö börn Lilju og Eyjólf.

Hvar starfar þú núna?

Skipstjóri hjá Nesfisk á Baldvini Njálssyni.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

19. maí 1973 á Maí síðutogaranum með Svavari Benidiktssyni.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Ætli það sé ekki þegar að vel gengur og ekkert vesen.

En það erfiðasta?

Brælur og reiðileysi.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er nú margt skrýtið sem hefur skeð um ævina til sjó en man ekki eftir neinu.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég er nú búinn að vera með mörgum til sjós en held að Ólarnir Barði og Bóndinn séu eftirminnilegastir góðir karlar.

Hver eru áhugamál þín?

Útivera og hestamennska.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambið finnst mér best.

Hvert færir þú í draumfríið?

Til Vestmannaeyja.

Deila: