Sex af hverjum tíu andvígir sjókvíaeldi

Deila:

Nærri lætur að sex af hverjum tíu Íslendingum séu andvígir fiskeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar Prósents. Þar reyndust 59% andvígir og 22 prósent hvorki hlynntir né andvígir. Alls voru 19 prósent hlynntir slíkm rekstri.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Pró­sents um niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar.

Kjósendur Pírata eru mest andvígir sjókvíaeldi eða 84% en kjósendur Miðflokksins hlynntastir. 40% kjósenda Miðflokksins eru hlynntir eldinu, en 41% andvígir.

Þá kemur fram að fólk á landsbyggðinni sé líklegra til að líta sjókvíaeldi jákvæðari augum en íbúar höfuðborgarsvæðisins.

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 10. til 24. fe­brú­ar.

Deila: