50 tonna „plastari“ til Grænlands

Deila:

Þessi nýsmíðaði laglegi Grænlendingur kom inn til Grindavíkur í fyrrakvöld á leið sinni frá Danmörku til Nuuk á Grænlandi. Ætlunin er að gera hann út á línu og er hann hingað kominn til að taka beitningarvél um borð.

Það eru Bredgaard boats í Rødbyhavn í Danmörku sem smíðuðu bátinn, sem er úr trefjaplasti og sjósettu þann 15. júní síðastliðinn. Hann er 14,99 metrar á lengd, 5,9 metrar á breidd og 50 brúttótonn.

Mynd og texti af fésbókarsíðu Jóns Steinars Sæmundssonar, báta og bryggjubrölt

 

Deila: