Skemmtilegt hvað dagarnir eru ekki alltaf eins

Deila:

Maður vikunnar nú er Borgnesingur og starfar sem gæðastjóri hjá G.Run í Grundarfirði. Áhugamálin eru ferðalög, útivist og prjónaskapur.

Nafn:

Lilja Dóra Björnsdóttir.

Hvaðan ertu?

Ég er uppalin í Borgarnesi.

Fjölskylduhagir?

Gift Símoni Grétari Rúnarssyni, eigum 2 börn, 4 ára strák og stelpu sem er að verða ársgömul 😊

Hvar starfar þú núna?

Gæðastjóri hjá Guðmundi Runólfssyni hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Árið 2013.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn, skemmtilegt hvað dagarnir eru ekki alltaf eins. 

En það erfiðasta?

Man ekki eftir neinu erfiðu en verkefnin geta verið mis krefjandi.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Man ekki eftir neinu í augnablikinu.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég hef verið heppin með skemmtilegt samstarfsfólk, erfitt að draga einhvern einn upp. 😊

Hver eru áhugamál þín?

Ferðalög, prjóna og útivist meðal annars.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Allskonar mexíkóskur matur.

Hvert færir þú í draumfríið?

Ég færi til Maldíveyja.

 

Deila: