Minni gróður í hafinu við Færeyjar

Deila:

Gróður í hafinu umhverfis Færeyjar er seint á ferð í vor. Lítið er um plöntusvif og það dregur úr afkomu átunnar, sem nærist á gróðrinum. Þetta eru niðurstöður leiðangurs færeyska rannsóknaskipsins Magnúsar Heinasonar, sem farinn var á landgrunnið umhverfis eyjarnar til að kanna útbreiðslu fiskilifra og ætið á slóðinni.

Eftir að hafa komist af kviðpokastiginu nærast fiskilirfurnar á hrognum átunnar og smárri átu, sem er þeim ákaflega mikilvæg næring á þessu stigi. Af þessari næringu fannst hins vegar minna en í fyrra og hitteðfyrra. Á hinn bóginn var töluvert af rauðátu frá í fyrra á landgrunninu.

Aðstæður til vaxtar og viðgangs fiskilirfanna eru því sæmilega en þó mættu þeir vera betri að mati leiðangursstjóra.

 

Deila: