Gæslan tekur þátt í nýsköpunarverkefni

Deila:

Landhelgisgæsla Íslands tekur þátt í nýsköpunarverkefninu AI-ARC. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem fjármagnað er af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, Horizon2020. Verkefnið miðar að því að auka sjálfvirkni við eftirlit, löggæslu, leit og björgun á norðurslóðum með gagnasöfnun og gervigreind. Tilgangur verkefnisins er að útbúa nýstárlegt, öflugt, skilvirkt og notendavænt kerfi sem aflar gagna um skipaumferð og sjótengda starfsemi. Því er ætlað að auðvelda greiningu á hvers kyns frávikum, auðvelda áhættugreiningu og leiða til samþættra upplýsinga um skipaumferð.

Meðfylgjandi er myndband sem gefur glögga mynd af verkefninu. https://youtu.be/PtD6Lz1l6v8

 

 

Deila: