Leit haldið áfram á stækkuðu svæði

Deila:

Leit að skipverjanum sem féll útbyrðis á laugardag hélt áfram í birtingu. Leitað er á svæði sem er um 25 sjómílur frá Garðskaga og hefur leitarsvæðið verið stækkað.

Í gær var leitað á svæði sem var um 10×10 sjómílur en leitarsvæði dagsins er 18×18 sjómílur, um 33×33 kílómetrar að stærð.

Áhöfnin á varðskipinu Þór var á vettvangi í nótt og hóf leit í morgun sem og björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Bæði sjólag og veður er gott á svæðinu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Pál Geirdal, skipherra, og Eirík Bragason, yfirstýrimann, fara yfir leitarferla dagsins.

 

Deila: