Veiðidögum fjölgað og fækkað

Deila:

Hafrannsóknastofnun Færeyja hefur nú gefið út eigin ráðleggingar um veiðar á þorski, ýsu og ufsa fyrir næsta ár. Samkvæmt þeim verða þorskveiðar á landgrunni Færeyja ekki stöðvapar í tvö ár eins og Alþjóða hafrannsóknaráðið leggur til. Havstovan vísar til nýtingaráætlunar frá árinu 2019 og leggur til að veiðidögum fyrir togara og tvílembinga verði fjölgað um 5% og að fiskidögum fyrir veiðum með línu, handfærarúllum og trolli við landið verði skertir um 5%. Reynt verður að lágmarka veiðar á þorski með sérstökum aðgerðum eins og svæðalokunum.

Þetta getur leitt til erfiðleika vegna meðafla af þorski við línuveiðar á ýsu og veiðar á ufsa í troll. Lagt er til að gerðar verði ráðstafanir til að draga úr meðalafla á þorski, með svæðalokunum, veiðarfærum, beitu og fleiru.

Havstovan mælir með því að veiðidagar á Færeyjabanka verði 200, bæði fyrir smá og stór skip, sem eru á krókaveiðum. Í togararalli 2020-2021 fékkst meira af þorski en áður sem bendir til þess að þorskstofninn þar sé að braggast. Hann hefur verið undir varúðarmörkum í15 ár.

 

Deila: