Samþykktu sérreglur um byggðakvóta

Deila:

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt uppfærslu á sérreglum um umthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins. Í aðdraganda samþykktarinnar var kallað eftir umsögnum hagsmunaaðila og íbúa í lok síðasta árs og bárust sjö um sagnir. Nýjar sérreglur eru að stærstum hluta samhljóma þeim sem fyrir voru nema hvað að í nýju reglunum er kveðið á um að afla skuli landað innan byggðarlags en ekki sveitarfélags, líka og var í fyrri reglum.
„Það hefur myndast þokkaleg sátt um sérreglur Ísafjarðarbæjar undanfarin ár og því var ákveðið að nýta þær við uppfærsluna, að því undanskildu að nú er gerð krafa um að landað sé innan byggðarlags í stað heimildar til að landa innan sveitarfélagsins,“ segir Arna Lóa Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í frétt frá sveitarféalginu.
„Við höfðum markmið laganna um byggðakvóta að leiðarljósi, það er að reyna að efla útgerð og vinnslu í hverju byggðalagi. Áfram verður hægt að sækja um undanþágu til að hafa vinnslu utan byggðalags, en þó innan sveitarfélags, ef sérstakar aðstæður krefjast þess.“

Deila: