Janúaraflinn 50% minni en í fyrra

Deila:

Fiskaflinn í janúarmánuði var 50% minni en í sama mánuði í fyrra rúm 110 þúsund tonn nú en 220 þúsund tonn þá. Þetta skýrist alfarið af loðnuveiðinni í fyrra en þá var landað tæplega 190 þúsund tonnum í janúarmánuði en tæpum 3.700 tonnum í ár.
Botnfiskaflinn jókst um 7% í janúar var 32 þúsund tonn. Þar af var þorskafli tæplega 21.300 tonn og dróst saman um 8%, ýsuaflinn var 5.500 tonn og jókst um 74%, ufsaaflinn var 3.300 tonn og jókst um 33% milli ára en karfaaflinn stóð nánast í stað og var 2.100 tonn.
Uppsjávaraflinn var rúmlega 77 þúsund tonn í janúarmánuði. Landað var rúm tæplega 1.400 tonnum af síld, 3.400 tonnum af loðnu og rúmlega 72 þúsund tonnum af kolmunna.

Á 12 mánaða tímabilinu febrúar 2022 til janúar 2023 veiddust rúm 1,3 milljónir tonna sem er nokkurn vegin sama magn og landað var á sama tímabili ári fyrr

Deila: