Stórtjón í bruna hjá Arctic Fish

Deila:

Mikið tjón varð í morgun þegar eldur kviknaði í nýbyggingu seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í Norðurbotni í Tálknafirði. Engin seiði voru í húsinu en taka átti bygginguna í notkun um mitt ár. Byggingarframkvæmdir hafa staðið undanfarna mánuði og var áætlaður kostnaður við seiðaeldishúsið um fjórir milljarðar króna.
Unnið var við bygginguna þegar eldurinn kom upp og voru tveir fluttir á sjúkrahús með lítilsháttar brunameiðsl. Slökkviliði tókst að verja aðrar byggingar þar sem seiði eru í eldi og er kyrrviðri einnig að þakka að ekki fór enn verr.

Meðfylgjandi er tölvumynd af húsinu sem unnið var við.

Deila: