Aðalfundur SFS: Formaðurinn endurkjörinn og 18 karlar í stjórn

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fer fram í Hörpu í dag. Í morgun var ný stjórn kjörin. Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma, var endurkjörinn formaður en hann hefur gegnt hlutverkinu síðan 2020. Tíu stjórnarmenn hlutu endurkjör en átta koma nýir inn. Allir stjórnarmenn eru karlar.
Stjórnarmenn SFS:
- Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri. Skinney-Þinganes hf.
- Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri. Fiskkaup hf.
- Bergur Þór Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri. Nesfiskur ehf.
- Bjarni Ármannsson, forstjóri. Iceland Seafood International hf.
- Daði Hjálmarsson, útgerðarstjóri. KG Fiskverkun hf.
- Einar Sigurðsson, varaformaður stjórnar. Ísfélag Vestmannaeyja hf.
- Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri. FISK-Seafood ehf.
- Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Loðnuvinnslan hf.
- Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri. Síldarvinnslan hf.
- Hákon Þ. Guðmundsson, útgerðarstjóri. Samherji Ísland ehf.
- Heiðar Hrafn Eiríksson, aðalbókari. Þorbjörn hf.
- Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri. Laxar fiskeldi ehf.
- Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri. Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf.
- Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri. Vísir hf.
- Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.
- Rögnvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri. Hraðfrystihús Hellissands hf.
- Viðar Elíasson, framkvæmdastjóri. Narfi ehf.
- Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri. Brim hf.