Þriðjungi minni grásleppuveiði

Deila:

Grásleppuveiði er þriðjungi minni á hverja umvitjun miðað við í fyrra, ef horft er á fyrstu tíu daga vertíðanna tveggja. Á þetta er bent á vef Landssambands smábátaeigenda.

Á það er líka bent að verð á grásleppu á fiskmörkuðum hefur verið með ágætum. Í gær hafi rúm 15 tonn verið seld á 561 krónu kílóið. Meðalverð á upphafi vertíðar í fyrra hafi hækkað úr 298 í 505 krónur.
20. mars – 29. mars
10 dagar Virk leyfi Afli Landanir Afli/löndun
2022 36 bátar 113 tonn 86 róðrar 1.320 kg
2023 36 bátar   78 tonn 88 róðrar    886 kg
Deila: