Þorskur með appelsínumarmelaði

Deila:

Hráefni
4 msk. appelsínumarmelaði
4 tsk. sesamolía
2 tsk. sojasósa
2 tsk. saxaður engifer
4 hvítlauksgeirar
2 msk. hrísgrjónaedik
½ tsk. miso (japanskt krydd
sem fæst í austurlenskum matvöruverslunum.)
2 msk. ólívuolía
4 þorskbitar, roð- og beinlausir (ca. 150 gr. hver)
½ tsk. nýmalaður svartur
pipar
2 msk. furuhnetur
2 vorlaukar

Matreiðsla

Setjið pott á miðlungshita og blandið saman marmelaði, sesamolíu, sojasósu, engifer, hvítlauk, hrísgrjónaediki og miso. Hrærið blönduna vel
saman og hitið að suðu. Takið þá pottinn af hellunni. Hitið smávegis af olíu á pönnu á miðlungshita. Kryddið fiskbitana beggja vegna með pipar og steikið fiskinn í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Færið fiskinn yfir í eldfast mót og setjið um það bil eina matskeið af sósunni á hvern bita. Bakið þorskinn í ofninum 5-8 mínútur. Tíminn fer eftir þykkt fiskstykkjanna. Færið fiskinn svo upp á diska, jafnið því sem eftir er af sósunni yfir fiskbitana og berið þá fram með ristuðum furuhnetum og söxuðum vorlauk, hrísgrjónum og fersku salati að eigin vali.

Deila: