70 þúsund tonn brædd í Fáskrúðsfirði

Deila:

Fiskimjölsverksmiðja Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði hefur tekið á móti 70.000 tonnum af hráefni. Frá þessum áfanga er greint á vef fyrirtækisins. Starfsmönnum verksmiðjunnar var færð kaka af þessu tilefni.

Þetta er með því mesta sem hefur verið tekið á móti á fyrstu 5 mánuðum ársins. Vinnslan hefur gengið mjöl vel, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins.

Deila: