Meðalverð á þorski í 500 krónur

Meðalverð á slægðum þorski á fiskmörkuðum á dag fór í yfir 500 krónur, eða 499,70 að meðaltali. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist í um tvo mánuði og er sjaldgæft í maímánuði, þegar strandveiðar eru hafnar.
Óveðrið hefur sett strik í veiðar smærri báta og skipa, eins og Auðlindin greindi frá í gær. Þeir fáu sem komist hafa á sjó hafa fengið hátt verð fyrir aflann. Stærsti flokkurinn, 8+ seldist á mörkuðum í dag á 613 til 654 krónur í tilfelli handfærabáta.
Áfram er búist við suðvestlægum áttum næstu daga – og eftir næstu helgi.
Þegar þetta er skrifað á aðeins fjórðungur strandveiðibáta kost á því að nýta alla 12 daga mánaðarins, ef þeir róa þá daga sem eftir eru.
Fjórtán aflahæstu bátarnir þegar kemur að þorski eru á svæði A.