Fylgdu eftir hnúfubaki sem flæktist í veiðarfærum

Deila:

Björgunarsveitarfólki frá Húsavík, hvalaskoðunarfyrirtæki og hvalasérfræðingar lögðust á eitt um að fylgja eftir hnúfubaki sem var flæktur í veiðarfæri í Skjálfanda um helgina. Eftir marga klukkutíma vöktun og eftirför virtist hvalurinn hafa losnað við bandið. Þetta kemur fram í frétt á Vísi. Þar segir að hvalsins hafi fyrst orðið vart á föstudagskvöld. Hann hafi þá verið með einhvers konar veiðarfæri utan um hausinn og annað bægslið.

Fram kemur að svo mikið hafi verið af hval í flóanum að erfist hafi reynst að vakta dýrið. Björgunarsveitarfólk ásamt Chörlu Basran, kanadískum sjávarlíffræðingi og doktor við Háskóla Íslands, héldu svo út klukkan átta að morgni laugardags.

„Markmið var að reyna að ná dróna- og ljósmyndum af honum til þess að meta þetta í raun og veru. Við ætluðum ekkert að reyna neitt annað,“ segir Ingibjörg við Vísi.

Hvalnum var fylgt í um átta tíma á flóanum og hvarf fólki stundum sjónum. Svo virðist sem honum hafi tekið að losa sig við veiðarfærin.

Deila: