Vika eftir af strandveiðum

Deila:

Aðeins eru eftir rúmlega 1.700 tonn af strandveiðipottinum. Miðað við gang veiðanna eru um fjórir til fimm veiðidagar eftir. Næsta vika gæti því orðið síðasta vikan á strandveiðum þetta sumarið, nema veður muni hamla sjósókn, eða ef Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra bætir við pottinn.

Eins og undanfarin ár bera bátar á A-svæði langmest úr býtum. Þar hafa strandveiðimenn veitt langt umfram meðaltal hinna svæðanna, enda er fiskgengd best á A-svæði fyrrihluta sumars. Meðalbátur á svæði A hefur veitt 13,4 tonn af þorski. Hin svæðin ná ekki 10 tonnum að meðaltali. Á hinn bóginn hefur svæði D búið við mjög góða ufsaveiði.

Deila: