Maður fórst úti fyrir Njarðvíkurhöfn

Deila:

Karlmaður á sjötugsaldri lést og annar var hætt kominn þegar fimm metra skemmtibátur sökk skammt utan við Njarðvíkurhöfn á laugardagskvöldið. Viðbragðsaðilar náðu mönnunum úr sjónum um hálftíma eftir að útkall barst. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur en hinn maðurinn var með meðvitund þegar að var komið.

Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en lögreglan bíður þess að geta rætt við manninn sem komst af.

Mennirnir voru á skemmtibát af gerðinni Flipper. Bátnumm sem sökk niður á 16 metra dýpi, hefur verið komið á land

Deila: