Vill strandveiðar úr kvótakerfinu

Deila:
Magnús Jónsson, veðurfræðingur, stjórnarmaður og formaður Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar, lýsir þeirri skoðun sinni í grein sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum að strandveiðar eigi að vera utan kvótakerfisins.
„Nú þegar strand­veiðar hafa verið stöðvaðar eft­ir rúm­lega 10 vikna vertíð af þeim 18 sem lög gera ráð fyr­ir að þær standi yfir ætti öll­um að vera ljóst að þær munu aldrei hér eft­ir geta verið hluti af kvóta­kerf­inu,” skrifar Magnús. Hann segir að kerfið standist hvorki stjórn­ar­skrá Íslands né alþjóðleg mann­rétt­indi skv. áliti Mann­rétt­inda­nefnd­ar SÞ frá 2007. „Strand­veiðar eiga ekki að vera hluti af slíku kerfi enda eru þær byggðar upp á allt öðrum for­send­um en kvóta­kerfi al­mennt þar sem grunn­ur þeirra er sókn­ar­mark með til­tekn­um daga­fjölda, tak­mörk­un á veiðitíma og veiðarfær­um,” skrifar hann.
Greinina má í heild lesa hér.
Deila: