Umboðsmaður Alþingis krefur ráðherra um svör

Deila:

Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra bréf þar sem hann óskar eftir svörum um hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið birt í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. MBL fjallar um málið í dag og hefur bréfið undir höndum. Fram kemur að reglugerðin hafi verið birt sama dag og fundur ríkisstjórnar var haldinn þar sem Svandís greindi frá ákvörðun sinni.

MBL segir að umboðsmaður bendi í bréfi sínu á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun sem sé í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla og komist þannig hjá að fylgja málsmeðferðarreglum.

Umboðsmaður spyr ýmissa spurninga í bréfinu. T.d. hvort hvort reglugerðin sé byggð á sjónarmiðum um velferð dýra en um hana gildi sérstök lög. Einnig er spurt hvers vegna umsögn fagráðs um málið hafi ekki verið borin undir Matvælastofnun áður en ákviörðunin var tekin.

Nánar er fjallað um málið hér.

Deila: