Aukin andstaða við hvalveiðar

Deila:

Andstaða við hvalveiðar hefur aukist um sjó prósentustig á milli maí 2022 og ágúst 2023 að því er fram kemur í könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. Þá var hlutfallið 35% en mælist nú 42%. Að sama skapi hefur stuðningur við hvalveiðar minnkað úr 33 í 29%.

Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að kjósendur Miðflokksins eru helstu stuðninsmenn hvalveiða en síst þeir sem styðja Pírata.

Könn­un­in var lögð fyr­ir Þjóðgátt Maskínu dag­ana 17. til 22. ág­úst og voru svar­end­ur 1.078.

Deila: