Afnema hámark á skip á makrílveiðum

Deila:

Færeyska sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um breytingar á makrílveiðum stærri skipa. Samkvæmt henni verður hámark á skip innan sameiginlegs kvóta afnumið.

Samkvæmt núgildandi reglugerð er sameiginlegur kvóti þessara skipa 11.212 tonn og hámark á hvert skip innan þess 3.083 tonn.

Í reglugerðinni er ákvæði þess efnis að sé útlit fyrir að leyfilegur afli náist ekki, geti sjávarútvegsráðherra annaðhvort afnumið hámarkið eða hækkað það til að auka líkur á því að leyfilegur hámarksafli náist.

Nú er ekki útlit fyrir að leyfilegur heildarafli náist og því verður heimildin til breytinga nýtt og tekur gildi 9. október.

 

Deila: