Nýtt fiskveiðiár gengið í garð

Deila:

Fiskistofa hefur lokið öllum úthlutunum fyrir þessi fiskveiðiáramót. Frá þessu er greint á vef stofnunarinnar. Hægt er að skoða úthlutanir á gagnasíðum Fiskistofu:

Hafrannsóknastofnun lagði til 1% hækkun á aflamarki þorsks fyrir nýtt fiskveiðiár. Ráðlagður heildarafli fer þannig úr 208.846 tonnum í 211.309 tonn. 23% hækkun er á aflamarki ýsu en 7% lækkun í ufsa. Ráðgjöf fyrir gullkarfa hækkar um 62%.

Deila: