Vinna fæðubótarefni úr hvalkjöti

Deila:

Hval­ur hf. vinn­ur að rann­sókn­um á mögu­leik­um þess að nýta langreyðar­kjöt í járn­ríkt fæðubót­ar­efni fyr­ir fólk sem þjá­ist af blóðleysi. Einnig gelat­ín úr bein­um og hval­spiki til lækn­inga og í mat­væli.

Þetta er meðal for­sendna þess að Hval­ur hef­ur ákveðið að hefja hval­veiðar á ný í sum­ar, eft­ir tveggja ára hlé. Veiðarn­ar hefjast um 10. júní.

Hval­ur hætti hval­veiðum árið 2016 vegna erfiðleika í út­flutn­ingi hvala­af­urða til Jap­ans. Snéru þeir meðal ann­ars að úr­elt­um aðferðum við efna­grein­ing­ar sem gáfu mis­vís­andi niður­stöður. Kristján Lofts­son fram­kvæmda­stjóri ger­ir sér von­ir um að dregið verði úr þess­um hindr­un­um. All­ar afurðirn­ar hafa verið fryst­ar og megnið flutt til Jap­ans. Hval­lausu árin tvö hafa verið notuð til að kanna mögu­leika á að vinna aðrar afurðir, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um fyr­ir­hugaðar veiðar í Morg­un­blaðinu í dag.
Frá þessu er greint á mbl.is í dag.

 

Deila: