Fyrsta langreyðin komin á land

Deila:

Hvalur 8, hvalveiðibátur Hvals hf., kom í land í Hvalfirði í morgun með fyrsta dýr tímabilsins. Vinnsla hófst strax og dýrið kom á land.

Tímabundnu banni við hvalveiðum lauk um mánaðamótin en mótmæli töfðu upphaf veiðanna. Annar bátur Hvals hf kom einnig í land í dag, með tvær langreyðar til viðbótar.

Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar við hvalstöðina í Hvalfirði. Svæðið er til að mynda girt af með hárri rafmagnsgirðingu.

 

Deila: