Brim kaupir Bjarna út úr Iceland Seafood

Deila:

Brim hf. hefur keypt hlut Sjávarsýnar, félags Bjarna Ármannssonar, í Iceland Seafood International. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að um 10,83% hlut sé að ræða.

Verð bréfanna nemr 1,64 milljörðum króna.

Fram kemur að Bjarni, sem er forstjóri ISI, muni láta af störfum. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, hættir hjá Brimi og tekur við stöðunni frá 1. nóvember.

 

Deila: