Eðalfang kaupir 101 Seafood

Deila:

Eðal­fang ehf., móðurfélag matvælafyrirtækjanna Eðalfisks efh. í Borgarnesi og Norðanfisks á Akranesi, hef­ur keypt meirihluta í félaginu 101 Seafood ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu. Eðalfang kaupir 50,1% hlutafjár í félaginu.

Eðalfiskur sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á unnum laxaafurðum en Norðanfiskur framleiðir, selur og dreifir sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa ásamt sölu í verslanir.

„101 Sea­food hef­ur tek­ist að skapa sér sér­stöðu á markaði við inn­flutn­ing og sölu sjáv­ar­af­urða. Með góðum sam­bönd­um við trygga birgja hef­ur fé­lagið orðið leiðandi í inn­flutn­ingi á eft­ir­sótt­um skel­fiski á borð við hum­ar og hörpudisk,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Þar er haft eftir Andra Gunnarssyni stjórnarformanns að markmiðið sé að styrkja rekstur Eðalfangssamstæðunnar. Fram kemur að félögin hafi átt í nánu samstarfi undanfarin ár og kaupin séu liður í frekari samvinnu til frambúðar.

Deila: