Fiskar, krabbar og klóþang

Deila:

Klapparfjörur á skýldum svæðum, svo sem í Breiðafirði, eru gjarnan þaktar klóþangi (Ascophyllum nodosum). Klóþangið myndar búsvæði fyrir aðrar lífverur sem ýmist lifa fastar við undirlagið eða sitja á þörungaþekjunni. Jón Tómas Magnússon, vísindamaður hjá Hafrannsóknastofnun verður með áhugavert erindi sem þessu tengist á málstofu Hafrannsóknastofnunar þann 23. október klukkan 10:30. Þar fer Jón yfir niðurstöður rannsókna sinna á áhrifum hreyfanlegra rándýra á svæðið, með áherslu á fiska og krabba.

Tími: 23. október, klukkan 10:30
Staður: Litlu fundarýmin á 1. hæð
Streymi: Teams, upplýsingar fylgja síðar
Tungumál fyrirlesara: Enska, glærur á ensku en umræður munu fara fram á íslensku og ensku

Nánari upplýsingar má finna hér.

Deila: