Fullfermi hjá Gullveri

Deila:

Ísfisktogarinn Gullver landaði 115 tonnum á Seyðisfirði um helgina. Það er fullfermi. Að sögn Hjálmars Ólafs Bjarnasonar skipstjóra voru þeir mest að veiðum á Glettingi. Þar var að finna góðan fisk, mest þorsk.

„Það er oft góður afli þarna á þessum árstíma. Síldin hangir þarna og fiskurinn liggur í henni. Veðrið var þokkalegt þar til undir lokin en þá fór það að stríða okkur verulega. Við komum í land á laugardaginn og það er reiknað með að skipið haldi til veiða á ný annað kvöld,“ er haft eftir skipstjóranum.

 

Deila: