Áfram ráðgjöf um engar loðnuveiðar

Deila:

Ljóst er að engar veiðar verða leyfðar á loðnu á fiskveiðiárinu. Þetta varð ljóst í rannsóknarleiðangri Hafró. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu til loðnumælinga laugardaginn 9. desember. Mælingar leiðangursins hafa leitt í ljós að áfram verður ráðgjöf um engar veiðar. Þetta kemur fram á vef Hafró.

Yfirferð Árna var með landgrunnsbrúninni út af Vestfjörðum og út í Grænlandssund eins og hafís leyfði en Bjarni fór með landgrunnsbrúninni út af Norðurlandi. Þessar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar voru að frumkvæði og kostaðar af útgerðum uppsjávarveiðiskipa.

Rannsóknaskipin eru nú á leið til hafnar og verið er að vinna úr gögnum leiðangursins. Það er þó ljóst að það magn sem mældist í þessari yfirferð mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar veiðar. Aðeins lítill hluti veiðistofnsins var kominn á yfirferðasvæðið miðað við mælingar fyrr í haust.

Nánar hér.

Deila: