Vegageriðn tekur við Hríseyjarferjunni

Deila:

Frá og með 1. janúar 2024 mun Vegagerðin sjá um rekstur ferjunnar Sævars sem siglir milli Árskógssands og Hríseyjar. Undanfarin ár hefur fyrirtækið Andey ehf. sinnt siglingunum fyrir hönd Vegagerðarinnar. Ferjusiglingarnar verða reknar undir nafni Almenningssamgangna ehf. en félagið er alfarið í eigu Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Fram kemur að öllum áhafnarmeðlimum ferjunnar var boðið að halda störfum sínum áfram. Samið hefur verið við áhöfnina um áframhaldandi vinnu um borð. Siglingaáætlun ferjunnar verður óbreytt frá því sem verið hefur og mun ferjan sigla allt að níu ferðir á dag en heimahöfn ferjunnar er í Hrísey.

Nánar hér.

Deila: