Þorskstofninn að styrkjast

Deila:

Stofnvísitala þorsks í ár sýnir svipaða þróun og í fyrra, þ.e. hækkun eftir töluverða lækkun árin 2018–2021. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum Hafró um stofnmælingar botnfiska frá því í haust. Leiðangur var farinn dagana 28. september – 24. október.

Í ár tóku togararnir Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 þátt í verkefninu ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni HF-200. Fram kemur að yngstu árgangar þorsks (þ.e. árgangar 2021, 2022 og 2023) mældust undir meðalstærð í fjölda. Meðalþyngdir 1–4 ára þorsks mældust undir meðaltali áranna 1996–2023 en eldri árgangar reyndust við eða yfir meðaltali.

Einnig kemur fram að stofnvísitala ýsu mælist svipuð og í fyrra en þá reyndist stofnvísitalan með hæsta móti, frá upphafi mælinga.

Nánari upplýsingar má sjá hér.

Deila: