Kanna hvort Síldarvinnslan og Semherji séu sama fyrirtækið

Deila:

Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á því hvort samstarf Samherja og Síldarvinnslunnar sé svo náið að líta beri á fyrirtækin sem eitt. Samstarfið sé svo náið að félögin jafngildi einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins.

Fram kemur að Samkeppniseftirlitinu hafi nýverið borist tilkynning um kaup Síldarvinnslunnar hf. á 50% hlut í Ice Fresh Seafood ehf. o.fl. af Samherja hf. Með þeim kaupum muni sjávarútvegsfyrirtækin fara með sameiginleg yfirráð í Ice Fresh Seafood og það félag framvegis sjá um sölu og markaðssetningu þeirra afurða sem bæði Samherji og Síldarvinnslan framleiða, þ.e. íslenskar sjávarafurðir.

„Verður það því sérstakt athugunarefni hvort slík tengsl séu til staðar, eða séu að myndast með kaupunum, að líta beri á félögin sem eitt og sama fyrirtækið (í samkeppnisrétti nefnt ein efnahagsleg eining), þ.e. hvort samband þeirra sé svo náið að það jafngildir einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta.”

Nánar hér.

 

Deila: