Opið fyrir umsóknir í „Sjálfbær fiskveiði í heilbrigðu hafi“

Deila:

Á vef Stjórnarráðsins er vakin athygli á því að nú er opið fyrir umsóknir í verkefninu „Sjálfbær fiskveiði í heilbrigðu hafi“. Um er að ræða samstarfsverkefni Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Færeyja, Íslands, Litháen og Noregs. Tilgangur verkefnisins er að sögn að stuðla að sjálfbærum fiskveiðum með hliðsjón af loftslagsbreytingum og grænum áherslum. Áhersla er lögð á rannsóknir á áhrifum fiskveiða á umhverfi sjávar og möguleikum til draga úr áhrifum veiðanna.

Fram kemur í frétt Stjórnarráðsins að Norræna rannsóknaráðið (NordForsk), sem er rekið á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, leggi fram fjármagn til verkefnisins. Heildarráðstöfunarfé nemur 40 milljónum norskra króna eða um 518 milljónum íslenskra króna.

Þá segir að verkefnið samræmist í senn sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlanda frá 2022 um málefni hafsins og græn orkuskipti og framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til 2030.

Umsóknarfrestur er til 28. maí n.k.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Norræna rannsóknaráðsins.

Deila: