Kristján segir útséð með hvalveiðar í sumar

Deila:

Kristján Loftsson, eigandi Hvals sf, segir útséð með að fyrirtækið haldi til hvalveiða í sumar. Þetta kemur fram í Morgunblaiðnu. Fyrirtækið bíður enn eftir svörum frá matvælaráðherra við umsókn um leyfi til veiða á langreyðum. Umsóknin var send ráðuneytinu 30. janúar.

„Það er aug­ljóst í mín­um huga að mat­vælaráðuneytið, und­ir for­ystu ráðherra Vinstri-grænna, skeyt­ir engu um niður­stöðu umboðsmanns Alþing­is og held­ur skipu­lega áfram í sinni veg­ferð að reyna að leggja at­vinnu­starf­sem­ina af, þótt hún bygg­ist á lög­um. Þegar ekki er á vís­an að róa með út­gáfu starfs­leyf­is er ekki hægt að ganga í mannaráðning­ar og kaup á aðföng­um sem eru nauðsyn­leg for­senda þess að veiðar geti orðið, það seg­ir sig sjálft,“ er haft eftir Kristjáni.

Deila: