Ráðherra kemur undan feldi á þriðjudag

Deila:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur tilkynnt Hval hf. að niðurstöðu um hvort hvalveiðar verði heimilar á þessu ári megi vænta á þrijðudag. Þetta kom fram á Alþingi í dag en Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, spurði ráðherra um stöðu mála.

Í máli ráðherra kom fram að Hvalur hf. hefði til morguns til að leggja fram andsvör.

Hvalur sótti um leyfi til hvalveiða fyrir um fjórum mánuðum. „Ég fór ekki af stað í þetta fyrr en ég var búin að safna gögnum til að undirbyggja að þetta væri sú vegferð sem ég vildi fara á,“ sagði Bjarkey eftir að hafa sagt að það væru ekki bara veiðarnar sem væru undir í málinu. Mikilvægt hefði verið að fá álit annarra.

Hafrannsóknastofnun lagði nýlega til að ráðgjöf um hvalveiðar yrði óbreytt. Að hámarki megi veiða 160 langreyðar árlega.

Deila: