Segir lög kveða á um hámarksbætur

Deila:

„Í tjóni sem þessu er það þannig að hámarksbætur eru til staðar. Þetta byggir á alþjóðalögum sem við heyrum undir.” Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Bæjarráð Vestmannaeyjarbæjar ákvað á dögunum að höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu vegna tjóns sem Huginn VE olli á vatnslögn til bæjarins.

Tjónið er metið á a.m.k. 1.500 milljónir króna, að sögn Páls Magnússonar, forseta bæjarstjórnar. Vinnslustöðin hefur haldið því fram að ákvæði siglingalaga heimili að tjónabætur takmarkist við 360 milljónir króna. Í frétt Vísis segir að Páll hafi nefnt að óhappið hafi stafað af stórfelldu gáleysi. Reglur um hámarksbætur gildi því ekki.

Því hafnar Sigurgeir í viðtalinu. „Fyrir mér og tryggingafélaginu þá er þetta bara svona, það eru hámarksbætur í svona tjónum.“

Deila: