Aukin sala og meiri hagnaður hjá Iceland Seafood International

Deila:

Iceland Seafood International hefur átt góðu gengi að fagna á fyrri hluta þessa árs. Bæði velta og hagnaður hafa aukist verulega. Skýringu þess má meðal annars rekja til kaupa ISI á tveimur fyrirtækjum á árinu. Annars vegar Solo Seafood, sem var eigandi Icelandic Iberica og írska fyrirtækinu Oceanpath.

Salan jókst um 29% og fór í 150 milljónir evra eða 20 milljarða íslenskra króna, en hagnaður óx enn meira eða um 71% og varð alls 355 milljónir króna.

Helgi Anton Eiríksson segir á enska fréttavefnum fishupdate.com að góð afkoma á fyrri helmingi ársins sé ánægjuleg og sömuleiðis að kaupin á Oceanpath hafi gengið í gegn. Það sé í samræmi við stefnu félagsins  að fjárfesta í fullvinnslufyrirtækjum á alþjóðalegum vettvangi. Oceanpath gangi vel og leggi sitt að mörkum til samstæðunnar. Hann nefnir einnig að kaupin á Solo Seafood, móðurfyrirtæki Icelandic Iberica, muni auka sölu ISI um 53 milljarða króna og hagnað um 1,3 milljarða fyrirskatta.

Í raun sé áætlað Icelandic Iberica skili um 790 milljónum af áætlaðri hagnaðaraukningu. Hann segir að á fyrri helmingi ársins hafi verið mikilll vöxtur í framleiðslu fullvinnsluafurða og eigi það bæði við tvö fyrirtækja ISI í Bretlandi, á Spáni og Írlandi.

Á tímabilinu hafi fullvinnslan verið að vaxa um 36% og hagnaður um 71% þökk sé Oceanpath
Sala dreifingardeildar ISI, starfsemi á Íslandi, í Frakklandi og Þýskalandi hafi aukist úr 2 milljörðum í 12.
 

Deila: