Frosti hagnaðist um 94 milljónir

Deila:

Útgerðarfélagið Frosti hagnaðist um 94 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn dróst saman um tæpar 240 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi sem hefur að geyma samstæðureikning Frosta og dótturfélaga þess, Fjalars útgerðar ehf og Hlaða ehf, en starfsemi félagsins felst í útgerð á togaranum Frosta ÞH 229. Frá þessu er greint á vb.is

Velta félagsins nam 907 milljónum árið 2021 og dróst saman um 417 milljónir milli ára, eða um 31%. Félagið keypti á árinu 2021 eigin hluti upp á rúman hálfan milljarð vegna uppgjörs erfðamála, að því er kemur fram í ársreikningi.

Eigið fé samstæðunnar nam 320 milljónum á árinu, en stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu 2022. Hluthafar í félaginu voru fjórir í árslok 2021 samanborið við þrjá í upphafi árs. Þorsteinn Harðarson á 39,1% hlut og Sigurgeir Harðarson 37,65% hlut. Hafdís Harðardóttir á jafnframt 11,85% hlut og loks Kristín Helga Harðardóttir 11,41% hlut.

 

Deila: