-->

Að gera betur í dag en í gær

Maður vikunnar í dag er frá Þórshöfn, en starfar hjá Brimi á Vopnafirði. Hann var 13 ára þegar hann fékk fyrst launað starf í sjávarútvegi. Jólunum ætlar hann að verja á Spáni með fjölskyldunni.

Nafn:

Þorgrímur Kjartansson.

Hvaðan ertu?

Þórshöfn.

Fjölskylduhagir?

Ég er giftur Dorotu Burba og við eigum þrjár dætur.

Hvar starfar þú núna?

Framleiðslustjóri hjá Brim á Vopnafirði.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Frá því að ég man eftir mér var ég oft á bryggjunni eða í beitningaskúrnum, pabbi og afi áttu báðir útgerðir. En ætli ég hafi ekki verið 13 ára þegar ég fékk fyrsta launað starfið við sjávarútveg.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytnin, tækniframþróun og metnaður.  Það er alltaf eitthvað nýtt af fást við á hverjum degi og markmið okkar hjá Brimi á Vopnafirði er að gera betur í dag en við gerðum í gær.

En það erfiðasta?

Ég man lítið eftir erfiðleikum, en sumt er auðvitað erfiðara en annað.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er svipað, það kemur ekkert upp í hugann eins og er.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég hef átt marga góða vinnufélaga og erfitt að gera upp á milli þeirra.

Hver eru áhugamál þín?

Samvera með fjölskyldunni, stangveiði, skotveiði og útivist

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Saltfiskur og rjúpur

Hvert færir þú í draumfríið?

Ég er á leið í eitt slíkt, ætla að verja jólum og áramótum á Spáni með fjölskyldunni

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

60 ár frá komu Óðins

Landhelgisgæsla Íslands, Hollvinasamtök Óðins og Sjóminjasafnið fagnar nú 60 ára afmæli varðskipsins Óðins. Hátíðarkaffi var...

thumbnail
hover

Frá Brussel til Barcelona

Á næsta ári, 2021, munu sjávarútvegssýningarnar Seafood Expo Global og Seafood Processing Global, sem haldnar hafa verið í Brussel u...

thumbnail
hover

Leggja til vörumerkið „Báru“ fyrir sölu...

Sigurlið Vitans – hugmyndakeppni sjávarútvegsins, sem fór fram um helgina, leggur til að Brim leggi áherslu á sjálfbærni ísl...