-->

Fer í draumafríið um jólin

Maður vikunnar að þessu sinni er borinn og barnfæddur Dalvíkingur. Fyrsta launaseðilinn fékk fyrir útskipun á rækju hjá Söltunarfélagi Dalvíkinga. Síðan tóku við nokkrar grásleppuvertíðir með afa, uns hann munstraði sig á togarann Björgúlf EA, þá á sextánda ári.

Nafn:

Reimar Viðarsson.

Hvaðan ertu?

Ég er borinn og barnfæddur Dalvíkingur.

Fjölskylduhagir?

Giftur Guðnýju Rut Bragadóttur og eigum við þrjá stráka á aldrinum 5-15 ára.

Hvar starfar þú núna?

Ég starfa sem sölu-og þjónustustjóri ITUB keraleigu.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Fyrsti launaseðillinn minn kom frá Söltunarfélagi Dalvíkinga, ætli það hafi ekki verið 1988 vegna útskipunnar á rækju.  Svo komu nokkrar grásleppuvertíðar þar á eftir með afa áður en ég var ráðinn á Björgúlf EA-312,  þá á sextánda ári. Tilviljun að þegar ég skrifa þetta er ég að horfa á það skip sigla í síðasta sinn út um hafnarminnið á Dalvík á leið í niðurrif eftir yfir 40 ára þrotlaust starf við gjaldeyrisöflun.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytnin og framsýnin í greininni allri.

En það erfiðasta?

Stundum breytast hlutirnir hraðar en maður ræður við.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Hér kemur margt upp í hugann en læt vera að setja það á prent.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru margir eftirminnilegir sem gætu verið tilnefndir til verðlauna í þessum flokki.  Ætla þó að nefna tvo af gömlu skipstjórunum mínum þá Sigurð Haraldsson fyrrum skipstjóra á Björgúlfi og Ómar Sigurðsson, nú skipstjóra á Aðalsteini Jónssyni.

Hver eru áhugamál þín?

Björgunar- og slysavarnarmál til sjós og lands hafa átt hug minn og hjarta alla tíð.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Fiskur, sama hvaða nafni sem hann nefnist.

Hvert færir þú í draumfríið?

Er á leið í eitt slíkt, ætla að verja jólum og áramótum á suðrænum slóðum með fjölskyldunni.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Smjörsteiktur þorskur

Nú höfum við það einfalt, hollt og gott. Og auðvitað erum við með þorsk. Þetta er fljótleg og þægileg uppskrift og réttur sem...

thumbnail
hover

„Maðurinn er mannveisla“

Maður vikunnar í dag starfar hjá Slippnum á Akureyri. Hann er þessa dagana að vinna í verkefnastjórnun fyrir næsta vinnsluþilfar, ...

thumbnail
hover

Nýr Áskell á heimleið

Nýr Áskell ÞH 48 hefur verið afhentur Gjögri hf. Í Noregi og er væntanlegur til Grindavíkur á mánudaginn kemur. Þann 25. septembe...