Gott ár hjá Höfnum Snæfellsbæjar

Deila:

Árið 2022 var gott í starfsemi Hafna Snæfellsbæjar en  í heild var landað tæplega 40 þúsund tonna afla í höfnunum þremur, þ.e. í Ólafsvík, á Rifi og Arnarstapa. Landanir voru í heild 5.738.
Mestu var landað á Rifi eða 25.275 tonn í 2.051 löndun. Í Ólafsvík var landð 12.620 tonnum í 2.651 löndun  og á Arnarstapa komu 1.988 tonn á land í 1.066 löndunum.
Þessu til viðbótar var skipað á land 4.257 tonnum af olíu í Ólafsvík og 4.230 tonnum af salti í alls 19 skipakomum.

Deila: