Fagnar ákvörðun Fisk-Seafood

Deila:

„Ég leyfi mér fyrir hönd okkar Eyjamanna í eigendahópi félagsins að fagna ákvörðun Fisk Seafood og segi á móti við Skagfirðinga að við sjáum líka í stöðunni ýmsa áhugaverða möguleika á samstarfi við þá.“

Þetta segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmastjóri VSV, um kaup Fisk-Seafood á um þriðjungshlut í Vinnslustöðinni.

FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. Félagið greindi frá þessu í dag. Um er að ræða þriðjungshlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni. Kaupverðið er 9,4 milljarðar króna. Samningurinn verður sendur Samkeppniseftirlitinu.

Í tilkynningu frá kaupendum segir orðrétt:

„Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja.“

Deila: