Mikið af ýsu á Færeyjabanka

Deila:

Niðurstöður rannsóknarleiðangurs færeyska rannsóknaskipsins Magnúsar Heinasonar nú í haust sýna að mikið er um ýsu á Bankanum. Jafnmikið og metárið 2002. Þar var að fá ýsu í öllum stærðum, en lítið veiddist af þorski eins og áður.

Venjulega fæst aðeins þorskur sem er lengri en 80 sentímetrar í haustleiðöngrum á Færeyjabanka en nú var mest af þorskinum milli 60 og 75 sentímetra langur. Þessi fiskur, sem líklega er úr árgöngunum frá 2014 til 2016, gæti leitt til aukinnar þorskgengdar við að við þyngd á næstu árum, samkvæmt frétt frá Hafrannsóknastofnun Færeyja.

 

Deila: